Girnist smátt en glatar stóru 贪小失大

Málsháttur dagsins er ævagamall. Til þess að fræðast nánar um uppruna hans þurfum við að ferðast aftur um rúmlega 23 aldir eða til ársins 316 fyrir okkar tímatal. Hann rekur sögu sína alla leið aftur til konungsins Huìwén af Qin. Huìwén var forfaðir Qin-keisarans sem sameinaði Kína og lét byggja hið gríðarstóra grafhýsi við Xi’an sem frægt er fyrir alla leirhermennina og hestana. Í sögunni heyrum við af hinum fávísa stjórnanda hins forna Shǔ-ríkis og hvernig skammsýni hans hefur skráð hann á spjöld Kínasögunnar sem „manninn sem færði okkur undirstöðufæðið“ en landsvæðið sem hann glataði er stundum kallað hrísgrjónaskál Kína. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.