Gættu þín úti á melónuakri 瓜田李下

Í þessum þætti fáum við að kynnast kínverskum málshætti eða "chéngyǔ" eins og sagt er á mandarín-kínversku. Það má í raun ýmist þýða sem málshátt, orðatiltæki eða orðtak. Til eru þúsundir kínverskra málshátta en margir þeirra geta verið frekar óljósir án samhengis. Þessir þættir um kínverska málshætti verða stutt og laggóð viðbót við pistlana og viðtölin í hlaðvarpi okkar og eru unnir upp úr hlaðvarpi mikils Kínafræðings að nafni Lazlo Montgomery. Lazlo heldur úti vefsíðunni Teacup Media og hefur góðfúslega veitt okkur leyfi til þýðinga.  Við mælum innilega með þáttum hans um sögu Kína og sögu kínverskrar temenningar, auk þáttanna um kínverska málshætti.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.