Hjálmar W. Hannesson - Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Hjálmar W. Hannesson fyrrv. sendiherra og fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Kína. Hjálmar var fenginn til að koma á fót fyrsta íslenska sendiráðinu í Kína, og raunar allri Asíu, og segir hér frá þessum áhugaverðum tímum í samskiptum landanna og því flugi sem þau fóru á í kjölfarið. Íslenska sendiráðið í Peking hóf starfsemi sína á hótelherbergi á Hilton en átti eftir að marka tímamót í samskiptum landanna. Í viðtalinu fer Hjálmar yfir fyrstu ár sendiráðsins þar sem mikið gekk á, Kína að vakna til lífsins og fjölmörg fyrirtækja á leiðinni þangað, fjöldi menningarviðburða og að ógleymdri heimsókn Vigdísar forseta sem með sinni einstöku framkomu heillaði Kínverja upp úr skónum.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.