Þorgerður Anna Björnsdóttir - Samskiptasaga Kína og Íslands

Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskufræðingur en hún vinnur nú í því að skrifa samskiptasögu Íslands og Kína. Frá því að fyrsti Íslendingurinn sem vitað er um að hafi komið til Kína, með dönsku kaupfari á 18. öld, steig þar á land hafa Íslendingar farið þangað í ýmsum erindagjörðum gegnum tíðina. Margt áhugavert hefur komið upp úr kafinu þegar þessi saga hefur verið skoðuð og leynast þræðir á milli landanna víðar en mann grunar. Í viðtalinu fer Þorgerður Anna yfir margt áhugavert sem hefur rekið á fjörur hennar síðan hún hóf þessa vinnu.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.