Sigurður Skúlason - Getnaður - meðganga - fæðing

Getnaður-meðganga-fæðing. Þessi þrenning var honum svo hugleikinn að stappaði nærri þráhyggju. Hann taldi sig hafa innsýn í það að getnaðurinn hafi verið þrunginn örvæntingu, meðgangan full af ótta og fæðingin sjálf þvílík yfirþyrmandi átök að hún var stríð upp á líf og dauða, þar sem hann bar ósigur og fæddist lifandi dauður. Þessvegna var hann alla tíð að leita að lífinu eða réttara sagt hann var að leitað að leið til að fæðast aftur og fæðast þá almennilega. En hvernig getur fæddur maður fæðst ? Kanski endurfæðst ? Endurfæðingin lét á sér standa svo hann dó nokkrum sinnum í staðinn. Hann fór létt með það, því hann var svo gott sem dauður hvort eð var. Þessi smásaga sem Sigurður Skúlason leikar gaf út árið 2014 lýsir best hans persónulegu upplifun af notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni.

Om Podcasten

Allir hafa sína einstöku sögu!"Takk fyrir Sóttkví podkastið - Þetta er svo frábært og vel gert hjá ykkur. Takk fyrir að deila ykkur með okkur""Það er svo yndislegt að hlusta á Sóttkví, fyllir mig svo mikilli ró, eina sem ég hlusta á"Hlaðvarp þar sem allir eru heyrðir og allt fær að flakka.Vilt þú vera heyrð/ur?