22. Febrúar - Mánudagur

Þríeykið í Ísland vaknar var létt í lund þennan Mánudagsmorguninn og velti fyrir sér ýmsum málum.  Rómantíkin var ofarlega á baugi í kjölfar konudagsins.  Reyndar sagði JAX að hjá honum væru allir dagar konudagar.  Í þættinum voru áhugaverð viðtöl um góða leið til að skoða loftgæðin hjá sér til að geta brugðist við ef til þarf, hvernig ungir knattspyrnumenn geta sótt sér væna styrki til að stunda nám við bandaríska háskóla og svo sagði Björn Ingi frá lopapeysunni sinni sem setti íslenskt prjónasamfélag á annan endan um helgina.  Ellý Ármanns spáði fyrir hlustendum og virtist hitta naglann á höfuðið eins og oft áður.

Om Podcasten

Ísland Vaknar er á dagskrá K100 á hverjum virkum degi kl. 06-10. Í þessu hlaðvarpi er að finna alla þættina í heild sinni án auglýsinga og tónlistar. Stjórnendur þáttarins eru: Ásgeir Páll Ágústsson, Kristín Sif Björgvinsdóttir og Jón Axel Ólafsson. Dagskrárstjóri Sigurður Þorri Gunnarsson