24. Febrúar - Þátturinn rétt fyrir skjálftana

Þessi þáttur af Ísland vaknar var á dagskrá rétt áður en skjálftahrinan hófst.  Að vanda hristust Jón, Kristín og Ásgeir en þó aðallega af hlátri.  Þóra Sigurðardóttir ritstjóri Matur á mbl.is mætti í heimsókn og fór yfir það heitasta í mataruppskriftum, Simmi Vill var á línunnni og fór yfir nýjustu vendingar í sóttvarnarreglum með sínu eigin nefi.  Föstu liðirnir voru að sjálfsögðu á sínum stað og hlustendur voru vel með á nótunum.

Om Podcasten

Ísland Vaknar er á dagskrá K100 á hverjum virkum degi kl. 06-10. Í þessu hlaðvarpi er að finna alla þættina í heild sinni án auglýsinga og tónlistar. Stjórnendur þáttarins eru: Ásgeir Páll Ágústsson, Kristín Sif Björgvinsdóttir og Jón Axel Ólafsson. Dagskrárstjóri Sigurður Þorri Gunnarsson