#105 „Öfgahyggja er kynjaður vandi“ - Sema Erla Serdaroglu

Sema Erla Serdaroglu er stjórnmálafræðingur, tómstunda- og félagsmálafræðingur og evrópufræðingur, aðjúnkt á menntavísindasviði við Háskóla Íslands og aktívisti gegn útlendingaandúð og þjóðernis- og öfgahyggju. Sema hefur rannsakað öfgahyggju meðal ungs fólks en meistararannsókn hennar ber heitið „Ofbeldisfull öfgahyggja og ungt fólk : staða þekkingar og mikilvægi forvarna”. Sema setur meinta hryðjuverkaógn í samhengi við hatursorðræðu og aukna andúð gegn sumum hópum samfélagsins, bendir á hvernig öfgahyggja er kynjaður vandi, lýsir ferlinu sem getur átt sér stað til þess að einstaklingar geti verið tilbúnir til að beita hryðjuverkum eða fremja hatursglæp og hvað þarf að eiga sér stað til að vinna gegn slíkri þróun. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Om Podcasten

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.