124 „Eins og það sé körlum ekki eðlislægt að sjá skít“ Ragnheiður Davíðsdóttir

„Hægt og rólega verður mylsna á borði til misskiptingar, sem [hann] tekur jafnvel ekki eftir“, er lýsandi setning úr ritgerð Ragnheiðar Davíðsdóttur sem rannsakaði hugræna vinnu meðal íslenskra para í meistararaverkefni sínu í kynjafræði við Háskóla Íslands. Líklega er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem mælir hugræna vinnu og niðurstöður eru í samræmi við reynslu sem ansi margar konur hafa lýst og erlendar rannsóknir hafa dregið ítrekað fram. Verkaskipting hugrænnar vinnu er bæði misskipt og kynjuð. Mæður í gagnkynhneigðum samböndum báru meiri hugræna byrði en feður. Mat viðmælenda á verkaskiptingu virtist bjagað, hefðbundin kvennastörf voru vanmetin en karlastörf ofmetin og pörin leituðust við að réttlæta misskiptinguna með ýmsum hætti og leituðust þannig við að falla að félagslega viðurkenndum jafnréttis- og réttlætishugsjónum.   Ragnheiður segir frá rannsóknarferlinu og fjallar nokkuð ítarlega um helstu niðurstöður sem vægast sagt eru afar áhugaverðar. Þá finnst mér við hæfi að draga fram að einkunn Ragnheiðar fyrir ritgerðina var 9,5 sem endurspeglar hversu vel þessi ritgerð var unnin, fræðilega vel undirbyggð og rannsóknarniðurstöður settar í fræðilegt samhengi. (Hægt er að ná á Ragnheiði í gegnum ragnheidurd96@gmail.com)    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)   Bakhjarlar karlmennskunnar bjóða upp á þáttinn og þú getur gerst bakhjarl á karlmennskan.is/styrkja

Om Podcasten

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.