#72 „Ég er frelsaður til femínismans“ - Árni Matthíasson

Árni Matthíasson er síðmiðaldra hvítur karlmaður, fyrrverandi togarasjómaður, blaðamaður á Mogganum til 40 ára, varaformaður stjórnar Kvennaathvarfsins og femínisti sem hefur reglulega skrifað pistla um jafnréttismál. Við ræðum um það að vera femínískir gagnkynhneigðir hvítir ófatlaðir karlmenn, lífsverkefnið sem það er að aflæra innrædda fordóma og gagnlitlar karlmennskuhugmyndir ásamt ýmsu því skátengdu. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Domino´s, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Om Podcasten

[ATH. Þú getur hlustað á vikulega þætti af Hjónvarpinu með áskrift á patreon.com/hjonvarpid] Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.