#78 „Finnst þetta bara ofboðslegt ónæði“ - Bragi Páll Sigurðarson

Bragi Páll Sigurðarson er rithöfundur og sjómaður, tveggja barna faðir, maki Bergþóru Snæbjörnsdóttir rithöfundar og sonur fyrrverandi þingmanns Miðflokksins. Bragi Páll gaf út bókina Arnaldur Indriðason deyr fyrir síðustu jól sem naut töluverðra vinsælda. Við ræddum samt ekkert um bækur, heldur um karlmennskuna á sjónum, klórdrekkandi samsæriskenningasinna, heimilisstörf og glímuna við að vera karlmaður í jafnréttissamfélagi, Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokkinn og hvernig það er að eiga pabba sem var þingmaður fyrir Miðflokkinn. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) / Viðmælandi: Bragi Páll Sigurðarson Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Om Podcasten

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.