#79 Jákvæð karlmennska: ÁFÖLL - Hulda Tölgyes sálfræðingur

Hulda Tölgyes sálfræðingur og ein af höfundum átaksins um jákvæða karlmennsku útskýrir áföll, afleiðingar áfalla, birtingamyndir og leiðir til úrvinnslu á áföllum. „Karlar og drengir í okkar samfélagi hafa ekki sama rými til þess að tala um og læra á tilfinningar sínar eins og stúlkur og konur. Ekki vegna þess hvernig þeir fæðast heldur vegna þess hvernig samfélagið er. Þeir leita sér síður aðstoðar og að vera litlir í sér, daprir eða hræddir samræmist ekki karlmennskuímyndinni sem getur haft skaðleg áhrif.“ Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.

Om Podcasten

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.