Hong Kong

Í þriðja þætti er fjallað um mótmælahreyfinguna í Hong Kong sem byrjaði í júni á síðasta ári. Kveikjan að mótmælunum var umdeilt framsalsfrumvarp sem var sett fram af heimastjórninni í Hong Kong. Frumvarpið varð strax mjög umdeilt fyrir að heimila framsal á afbrotamönnum í Hong Kong til meginlands Kína. Með tímanum þróuðust mótmælin yfir í kröfur um auknar lýðræðisumbætur og sjálfstæða rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum. Til þess að skyggnast betur inn í hugarheim mótmælenda ræddum við við aktívistann Glacier Kwong um mótmælahreyfinguna og hvernig hin nýju öryggislög hröktu hana frá Hong Kong. Við ræddum einnig við Simon Shen, prófessor í alþjóðastjórnmálafræði við Kínverska Háskólann í Hong Kong, um öryggislögin og hvernig spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur haft áhrif á sjálfstjórnarhéraðið Hong Kong. Umsjón: Alda Elísa Andersen og Guðbjörg Ríkey Thoroddssen Hauksdóttir.

Om Podcasten

Þáttaröð um kínverska menningu og stjórnmál sem veita innsæi í kínverskt samfélag. Vegna aukinnar hnattvæðingar og umsvifa Kína í nærumhverfi Íslands, bæði á norðurslóðum og í Evrópu, er enn mikilvægara en áður að Íslendingar fái innsýn í hugarheim Kínverja og kínverskra stjórnvalda. Fjallað er sérstaklega um kínverska drauminn, þjóðerniskennd Kínverja, mótmælahreyfinguna í Hong Kong, belti og braut og áhrif Kína á norðurslóðum. Þáttastjórnendur eru alþjóðastjórnmálafræðingar sem eru sérhæfðir í málefnum Kína og hafa búið þar. Umsjón: Alda Elísa Andersen og Guðbjörg Ríkey Thoroddssen Hauksdóttir. (Aftur á morgun)