078 - Fimmtíu ár!

Við ákváðum að skella í einn aukaþátt sem við getum kallað "örþátt" (enda ekki nema rétt yfir klukkustund að lengd), og ekki að ástæðulausu góðir hálsar. Því daginn sem þátturinn kemur út (þann 30. janúar) eru einmitt 50 ár upp á dag síðan KISS spiluðu á sínum fyrstu tónleikum á Coventry klúbbnum (áður Popcorn pub). Þátturinn er óhefðbundinn. Starpower mætti með stórskemmtilegan og fræðandi pistil í tilefni dagsins, þá ræddum við örlítið komandi útgáfu í "Off The Soundboard" seríunni, þar sem Poughkeepsie, New York frá árinu 1984 er næst í röðinni með engan annan en Mark St. John haldandi um sólógítarinn, verulega spennandi stöff þar á ferð. Að lokum tilkynnum við um áframhaldið. Við kynnum nýtt concept til að hrista upp í hlaðvarpinu sem allir elska að elska, og opinberum það í þættinum ásamt fleiru til. Við erum alveg eins og KISS......bara getum ekki hætt! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.