080 - Þorskageit (1973)

Í þessum fyrsta þætti í nýju fyrirkomulagi þáttarins tökum við fyrir árið sem bandið var stofnað. Upphafið. Árið er 1973. Ace kemur til liðs við tríóið sem skipað var Gene, Paul & Peter og bandið varð fullmótað. Við skoðum hvað var að gerast í tónlistarsenunni á þessum tíma? Voru augljósir áhrifavaldar þar á ferð fyrir okkar menn? En hvað gekk á í Bandaríkjunum, Íslandi og bara heiminum öllum á sama tíma og KISS eru að fæðast? Þá tölum við um bæði lokatónleika KISS sem fyrirhugaðir eru í Madison Square Garden, NY, í desember 2023 og kryfjum aðeins hvað Ási er að vilja upp á dekk með nýlegar hótanir sínar gagnvart sínum gömlu félögum. Þetta allt og meira til. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.