081 - Daylight Saving (1974)

Við höldum áfram að fara yfir KISSÖGUNA. Við erum komin á fyrsta heila KISS-árið, 1974. Okkar menn senda frá sér tvær breiðskífur þetta ár en hvorugar seldust sérlega vel. Bill Aucoin og Neil Bogart höfðu þó sterka trú á verkefninu og lögðu allt undir, sér í lagi umboðsmaðurinn Bill ásamt auðvitað meðlimum bandsins. KISS fóru strax á þessu ári í fyrsta skiptið út fyrir Bandaríkin að spila og komust tvisvar í sjónvarpið. Hér skoðum við þetta ágæta ár í stóra samhenginu sem fyrr. Hvað var að gerast í heiminum á meðan KISS voru að stíga sín fyrstu spor? Hafði eitthvað af því áhrif á þá? Hvernig var þeim tekið? Hvað vorum við hér upp á Íslandi að gera í tónlistinni og öðru á sama tíma? Þetta allt og miklu meira til í þessum þætti sem er númer 81 í röðinni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.