083 - Gulur bíll!

Í þessum fyrsta þætti eftir sumarfrí ætlum við að hita upp fyrir veturinn. Það hefur margt gerst í KISS heimum á meðan við vorum í fríinu þannig að við tökum sér þátt um það í þetta skiptið áður en lengra er haldið með ártölin góðu. Við tvískiptum þættinum og í fyrri hlutanum skoðum við hvað okkar menn eru búnir að vera brasa í sumar og kemur þar margt við sögu. Allt frá Taylor Swift til Rock & Brews en með viðkomu í mökk-ölvuðum Starpower.....eða hvað? Þá hömpum við aðeins Gene sérstaklega en hann á afmæli örfáum dögum eftir að þessi þáttur kemur út og er hann 74 ára, drengurinn sá arna. Í seinni hlutanum skoðum við svo tónleika okkar manna í Berlín þann 22.júní 2023 sérstaklega vel, en þar voru allir þáttastjórnendur mættir á dansgólfið. Í viðbót við þetta heyrum við skemmtilegar tónleikasögur í innslagi frá nokkrum af okkar frábæru hlustendum. Við fögnum því að vera mættir á ný, endurnærðir og til í slaginn í vetur. Það er sko nóg framundan. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.