089 - Miklu meira en spenntir!

Ace Frehley gaf út sína tíundu sólóplötu á dögunum. Þar sem hann er orðinn 73 ára gæti vel farið svo að um svanasöng Ása sé að ræða, hver veit? Er þessi plata nægilega góð til að vera hans síðasta? Hér förum við yfir það allt saman og hendum meira að segja í stigagjöf upp á gamla mátann. Við skemmtum okkur konunglega við greininguna á þessari plötu sem kallinn nefndi svo 10,000 Volts og vonum við að áhlustun á þáttinn sé með svipað skemmtanagildi. Rokk & Ról ! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.