Einnar nætur gaman

Þótt Wikipedia skilgreini einnar nætur gaman á einfaldan hátt geta málin flækst, einkum ef gripið er í Filipo Berio flöskuna eða samskiptin gleymast. Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil eru með ýmsar pælingar um einnar nætur gaman og velta þeim fyrir sér í þessum fyrsta þætti Klukkan sex.

Om Podcasten

Hlaðvarp um allt sem þig langar að vita en þorir ekki að spyrja um. Fantasíur, sjálfsfróun, hinsegin, samskipti, einnar nætur gaman, Tinder, getnaðarvarnir, gott kynlíf, kynlífstæki, losti! Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur stýrir fræðslu og umræðum ásamt Mikael Emil Kaaber.