#24 Alfreð Fannar Björnsson - BBQ kóngurinn

Það er febrúar og hvaða matur er fólki þá efstur í huga? Jú mikið rétt, grillmatur.  Gestur þáttarins heitir Alfreð Fannar Björnsson og er líka þekktur sem BBQ kóngurinn. Hann er miklll dellukarl og eftir að hafa lagt bíladelluna og veiðidelluna á hilluna hellti hann sér út í grilldelluna af fullum þunga, þó hann hafi ekki vitað neitt um mat þegar hann byrjaði. Hann fór að grilla á samfélagsmiðlunum og í kjölfarið hafði Stöð 2 samband og þar stýrir hann nú grillþáttum. Við ræddum þetta og ýmislegt fleira yfir bjór. Mjög skemmtilegt!

Om Podcasten

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.