#3 Nanna Rögnvaldardóttir - Grúskari

Nanna Rögnvaldardóttir er sennilega eina manneskjan á Íslandi sem titillinn matgæðingur passar almennilega við. Nanna hefur, eins og alþjóð svo sem veit, gefið út fjölda matreiðslubóka og á meðal þeirra er einhver mikilvægasta matreislubók síðari ára á Íslandi. Biblían, Matarást. Nanna er líka mikill grúskari og hefur sankað að sér gömlum íslenskum uppskriftum og á óhemjustórt safn matreiðslubóka.    Ég fór í heimsókn til Nönnu og við áttum stórskemmtilegt spjall um þetta allt saman og meira til.   Kokkaflakk er í boði Ægis Brugghúss og Fastus. Kokkaflakk er framleitt af Hljóðkirkjunni sem býður upp á fimm þætti í viku; Dómsdag á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Drauga fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Bestu plötuna á föstudögum.

Om Podcasten

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.