#4 Ragnheiður Axel - Sprúttsali

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir bruggari, sprúttsali og náttúrubarn. Hún er í fremstu röð matarfrumkvöðla á Íslandi. Hún á fyrirtæki sem verkar söl, þara og íslenskar jurtir sem rata svo beint á bestu veitingastaði heimsins. Hún er alin upp í mið- og vesturbæ Reykjavíkur, menntaður hönnuður en ástríðan liggur í mat náttúrunnar og frumkvöðlastarfi. Ragnheiður Axel framleiðir líka vín úr íslenskum krækiberjum og rabarbara auk þess að búa til lífrænan vodka og gin og það er miklu fleira spennandi á dagskrá í framtíðinni.    Fyrir utan að vera að standa í öllu þessu er hún líka mjög skemmtileg að tala við svo ég hvet fólk til að missa ekki af þessum þætti.    Kokkaflakk í eyrun er í boði Ægis brugghúss og Fastus. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdag á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Drauga fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta plötuna á föstudögum,

Om Podcasten

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.