Kona er nefnd... Cheryl Clarke og Audre Lorde - 5. þáttur, 2. sería

Konur dagsins eru þær Cheryl Clarke og Audre Lorde, báðar ljóðskáld, báðar svartar og báðar lesbíur. Í ljóðum sínum fjölluðu þær báðar mikið um upplifanir sínar af bæði kynþætti og hinseginleika sínum, auk annarra upplifana sína í gegnum lífið af sjúkdómum, fjölskyldu, aktívisma og fleira. Þær gagnrýndu samtíma sinn og kröfðust réttlætis í gegnum verk sín og vinnu.

Om Podcasten

Sögur kvenna hafa í gegnum tíðina gleymst eða ekki fengið það pláss sem þær eiga skilið. Kona er nefnd er hlaðvarp sem skoðar sögur allskonar kvenna, sem hafa á einn eða annan hátt snert samfélög heimsins frá örófi alda.