Kona er nefnd... LIVE á Kynjaþingi 2019!

Kona er nefnd skellti sér á Kynjaþing 2019 í Norræna Húsinu og konur þáttarins voru ekki af verri endanum en þær voru fyrstu konur í bæjarstjórn, árið 1908. Þær Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Þórunn Jónassen, Katrín Magnússon og Guðrún Björnsdóttir voru miklar baráttukonur sem ruddu brautina fyrir íslenskar konur í pólitík.

Om Podcasten

Sögur kvenna hafa í gegnum tíðina gleymst eða ekki fengið það pláss sem þær eiga skilið. Kona er nefnd er hlaðvarp sem skoðar sögur allskonar kvenna, sem hafa á einn eða annan hátt snert samfélög heimsins frá örófi alda.