Kona er nefnd... Wangari Maathai og Jaha Dukureh - 11. þáttur, 2. sería

TW - í þættinum er rætt um FGM (female genital mutilation) og kynferðisofbeldi  Ekki er farið í mjög grafískar lýsingar og TW alltaf gefið þegar það á við. Konur þáttarins eru Wangari Maathai og Jaha Dukureh. Þær eiga það sameiginlegt að berjast fyrir réttindum kvenna í sínum heimalöndum í Afríku sem og í allri álfunni og jafnvel heiminum. Wangari er fyrsta afríska konan til að fá Friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisvernd og mannúðarstarf og Jaha berst gegn FGM (female genital mutilation), sem hún lenti sjálf í sem ungabarn og hefur þurft að eiga við afleiðingar þess alla sína ævi.

Om Podcasten

Sögur kvenna hafa í gegnum tíðina gleymst eða ekki fengið það pláss sem þær eiga skilið. Kona er nefnd er hlaðvarp sem skoðar sögur allskonar kvenna, sem hafa á einn eða annan hátt snert samfélög heimsins frá örófi alda.