Konur í nýsköpun

12. JAFNRÉTTI OG FJÖLBREYTNI ERU MANNRÉTTINDI – Birna Bragadóttir – Stjórnarformaður Hönnunarsjóðs

av Konur í nýsköpun | Publicerades 1/11/2021

Gestur tólfta þáttar af konum í nýsköpun er Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs. Auk þess að gefa góð ráð fyrir umsækjendur sjóðsins ræðir Birna sína eigin vegferð og fjölmörgu verkefni í þættinum. Birna er ötul talskona jafnréttismála og kemur með frábæra punkta um það hvernig er hægt að stuðla að jafnrétti í styrkjaúthlutunum, starfsauglýsingum og viðskiptalífinu öllu. Hægt er að fræðast meira um Hönnunarsjóð inn á heimasíðu sjóðsins, www.sjodur.honnunarmidstod.is Þetta er þátturinn „Jafnrétti og fjölbreytni eru mannréttindi“ með Birnu Bragadóttur.

Om Podcasten

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.