24. ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ STARFA Á ÞESSUM VETTVANGI – Soffía Kristín, Product Manager fyrir Paxflow hjá Origo og stjórnarformaður KLAK

Soffía Kristín Þórðardóttir er Product Manager fyrir Paxflow hjá Origo og stjórnarformaður KLAK. Hún hætti í læknisfræði til þess að vinna í tækni- og nýsköpunarheiminum og fá að „föndra í vinnunni“. Soffía sagði mér frá sinni vegferð, hennar bestu ráðum til frumkvöðla og hvernig nýsköpun á líka heima í rótgrónum fyrirtækjum eins og Origo. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

Om Podcasten

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.