27. EF ÉG ER AÐ GERA ÞAÐ SEM ÉG BRENN FYRIR ÞÁ MUN ÞAÐ LEIÐA MIG Á RÉTTAN STAÐ – Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Empower

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Empower sem er að þróa hugbúnaðarlausn sem stuðlar að auknu jafnrétti og fjölbreytni á vinnustöðum. Þórey hefur farið um víðan völl allt frá fyrirsætubransanum yfir í aktívisma, pólitík og ráðgjafastörf. Hún sagði mér frá sinni vegferð og hvernig jafnrétti og fjölbreytni varð að rauða þræðinum í hennar leik og starfi. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

Om Podcasten

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.