30. FRUMKVÖÐLAUMHVERFIÐ KENNIR MANNI MIKLA SEIGLU – Sigurlína Ingvarsdóttir, stofnandi Behold Ventures

Sigurlína Ingvarsdóttir hefur síðan árið 2006 unnið við að búa til þekkta tölvuleiki bæði á Íslandi og víða um heim. Í COVID ákvað hún að flytja heim til Íslands og skipti um hlutverk innan tölvuleikjaheimsins þegar hún stofnaði sjóðinn Behold Ventures sem fjárfestir í fyrirtækjum sem eru að þróa tölvuleiki og tengda tækni á Norðurlöndunum. Lína sagði mér frá sinni vegferð og Behold Ventures auk þess að gefa sín bestu ráð til frumkvöðla. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi

Om Podcasten

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.