Dóri DNA & Danni Deluxe

Þessi þáttur er í boði Yuzu. Dóri DNA og Danni Deluxe fara yfir tímana í Bæjarins Bestu og 1985!, tala um gerð og útgáfu hins sígilda mixteips „Stelpur & Chill“, greina stemningu og erjur innan íslensku rappsenunar í byrjun 21. aldar, segja stríðssögur frá hörðum heimi íslensku battlsenunnar, setja mikla virðingu á nöfn Erps Eyvindarsonar, Steinda Jr., og Afkvæmi Guðanna og ræða rappið sem mótaði þá hvað mest.

Om Podcasten

Rapparar ræða rapptónlist - erlenda og innlenda - sína eigin og annarra. Hver og einn fær tækifæri til þess að spila eitt lag. Hið fullkomna rapplag; kraftbirtingarhljóm guðdómsins. Nýr þáttur annan hvern mánudag allt 2020. Spurningar/ábendingar/uppástungur sendast á þáttarstjórnandann Bergþór Másson (@bergthormasson) á Facebook/Instagram/Twitter