Robbi Kronik

Þessi þáttur er í boði Yuzu. Róbert Aron Magnússon byrjaði með útvarpsþáttinn Kronik árið 1993. Þá hafði hvorki rapp verið spilað né rætt í íslensku útvarpi. Tekin voru viðtöl við rappara, menn mættu eða hringdu inn og freestæluðu - og kúltúrnum voru gerð skil. Robbi hefur einnig flutt inn ótal erlendra rappara og haldið regluleg „hip-hop djömm“. 

Om Podcasten

Rapparar ræða rapptónlist - erlenda og innlenda - sína eigin og annarra. Hver og einn fær tækifæri til þess að spila eitt lag. Hið fullkomna rapplag; kraftbirtingarhljóm guðdómsins. Nýr þáttur annan hvern mánudag allt 2020. Spurningar/ábendingar/uppástungur sendast á þáttarstjórnandann Bergþór Másson (@bergthormasson) á Facebook/Instagram/Twitter