Tími til að lesa, minni loftmengun og Leitin að vorinu

Í þættinum í kvöld förum við yfir helstu Krakkafréttir og fáum bókaormaspjall um íslenska barnabók í seinni hluta þáttar. Í kvöld ræða Vigdís Una bókaormur og Sigrún Elíasdóttir um bókina Leitin að vorinu. Gestir: Sigrún Elíasdóttir, rithöfundur Vigdís Una Tómasdóttir, bókaormur Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Í Krakkavikunni er skyggnst inn í heim barnamenningar. Við fjöllum um skemmtilega viðburði og það sem er framundan hjá KrakkaRÚV og UngRÚV. Við fjöllum líka um það sem bar á góma í Krakkafréttum vikunnar, fræðumst um tækni og töfra og allt þar á milli. Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir