81. Halla Ósk Ólafsdóttir - Geðhvörf (e. bipolar)

Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík foto! Afsláttarkóðinn kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum! Halla Ósk Ólafsdóttir er sálfræðingur í geðhvarfateymi Landspítalans, doktorsnemi og stundarkennari við Háskólann í Reykjavík. Í þættinum tölum við um einkenni geðhvarfa, förum yfir hvaða meðferð er algengust við geðhvörfum, hverjar helstu áskoranirnar eru í meðferð ásamt því að fara yfir hvaða mýtur eru til staðar um geðhvörf og hvað aðstandendur geta gert þegar grunur er um geðhvörf.

Om Podcasten

Sálfræðingar spjalla saman um málefni tengd geðheilsu. Þáttastjórnendur eru Katrín Mjöll, Nína Björg og Sturla Brynjólfsson sálfræðingar á Kvíðameðferðarstöðinni og Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.