Heimsmarkmiðin eru grunnurinn – Iðan fræðslusetur

Ásgeir Valur Einarsson, leiðtogi sjálfbærni hjá Iðunni fræðslusetri, segir okkur frá vegferð vinnustaðarins í átt að sjálfbærni og af hverju ákveðið var að breyta áherslum innan Iðunnar. Í kjölfar þess að greint var hvaða heimsmarkmið ætti að leggja áherslu á innan Iðunnar voru úrgangsmál tekin í gegn, kolefnisspor fræðslusetursins skoðað og bæði hefur verið boðið upp á námskeið um sjálfbærni og græn námskeið, sem geta fjallað um aðra færni en uppsetning þeirra er á sem bestan hátt fyrir umhverfið. Í þokkabót hélt Iðan Bransadaga í fyrsta skiptið í nóvember síðastliðnum, þar sem áherslan var á sjálfbærni, þar sem öllum gafst tækifæri á að sækja vefnámskeið og viðburði með sjálfbærniívafi. Frekari upplýsingar um Iðunna fræðslusetur má finna á idan.is og heimasíðu Bransadaga má einnig finna hér.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.