Aðlögun að loftslagsbreytingum - Skrifstofa loftslagsmála umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins

Hvað er aðlögun að loftslagsbreytingum og af hverju þurfum við að pæla í henni? Þarf að pæla í henni á Íslandi eða bara úti í heimi? Í hverju felst aðlögunin?  Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, sérfræðingur á skrifstofu loftslagsmála hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, mætti í hlaðvarpið og ræddi við okkur um aðlögun, hvítbók og stefnu stjórnvalda um aðlögun og hvernig við getum búið okkur undir afleiðingar loftslagsbreytinga.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.