Skynsemi á sænska vísu - IKEA

Guðný Camilla Aradóttir verslunarstjóri og Kristrún Ósk Karlsdóttir umhverfisfulltrúi hjá IKEA fjalla um fyrstu skrefin í umhverfisvænu birgjamati, hvernig hægt er að innleiða hringrásarhugsun við fjöldaframleiðslu, hvað er átt við með sundrunarleiðbeiningum eða „disassembly instructions“ og loks um næststærsta sólarorkuver landsins.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.