Umhverfisvitund frá upphafi - BYKO

Byggingavöruverslun Kópavogs, betur þekkt sem BYKO, fagnar 60 ára starfsafmæli í ár. Við fengum Berglindi Ósk Ólafsdóttur, sérfræðing í sjálfbærni, til að segja okkur frá sögu BYKO sem á rætur að rekja í garð-, matvæla- og skógrækt en segja má að BYKO hafi verið í miklum tengslum við náttúruna allt frá stofnun. Við spjöllum um þau tvö skógræktarsvæði sem BYKO á og hefur átt og og hvernig skógur verslunarinnar að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð bindir um 1.200 tonn af CO2 á ári. Við ræðum einnig þær breytingar sem hafa orðið á kröfum markaðarins varðandi umhverfisvæn byggingarefni og hvernig BYKO hefur svarað þeirri þörf með því að merkja þær vörur á skilvirkan hátt og veita ráðgjöf til viðskiptavina varðandi vistvæn byggingarefni og vistvottunarkerfi. Við stiklum einnig á stóru varðandi vistvottunarkerfi bygginga og hvernig BYKO hefur áttað sig á sinni ábyrgðarstöðu í virðiskeðjunni. Fyrirtækið leggur sitt af mörkum m.a. með því að fara í greiningu á vöruframboði sínu og afla þeirra gagna sem þarf fyrir hverju vöru svo hægt sé að nýta hana í BREEAM vottaða byggingu og fá stig fyrir. Þetta er mjög stórt framfaraskref fyrir alla sem byggja eftir vistvottunarkerfi og mun auðvelda ferlið til muna. Okkur langar að benda hlustendum á að þau geta kynnt sér umhverfisvæn byggingarefni í BYKO á þessari vefslóð: https://byko.is/byggingavorur/graenni-byggingar Einnig langar okkur að benda hlustendum á Byggjum grænni framtíð, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um vitsvænni mannvirkjagerð en í júní mánuði kom út Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð: https://byggjumgraenniframtid.is/

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.