Jónsmessa #12 - Boards Of Canada

Í þessari tólftu Jónsmessu í Leikfangavélinni kemur Jón Agnar með rafdúettinn Boards of Canada að borðinu. Í raun er voða lítið vitað um þennan skoska dúet svona heilt yfir, en það sem þó er vitað veit sennilegast einmitt Jón Agnar einna best. Ljóst er að hér er um að ræða afar furðulegt band en því er þó alls ekki að neita að það er verulega áhugavert engu að síður, já og svo ekki sé talað um aðdáendahóp þeirra. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Leikfangavélin er hlaðvarp sem hóf göngu sína haustið 2019 og er í umsjón Atla Hergeirssonar. Tónlist, tónlistarfólk, hljómsveitir, umfjallanir og viðtöl, íslenskt og erlent. Fróðleikur, skemmtun og afþreying. Bara að það sé tónlist (með örfáum undantekningum þó). Finnið Leikfangavélina einnig á Facebook og smellið endilega í eins og eitt "like". Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.