Skjáskot

Kjartan og Magnús fóru á fyrirlestur Berg Ebba um Skjáskot á Nýja Sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þeir ræddu áhrif tækniframfara síðustu ára á líf okkar, framkomu Magnúsar í Söngvakeppni Sjónvarpsins um árið og af hverju öll leikrit væru ekki bara fyrirlestrar. Þáttur vikunnar er í boði fornbókabúðarinnar Bókin og veitingastaðarins Burro.

Om Podcasten

Leikhúsið er vikulegur hlaðvarpsþáttur sem fjallar um allar leiksýningar vetrarins 2019/2020. Þáttastjórnendurnir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer lítið í leikhús á meðan Magnús er sviðslistanemi og starfar sem tæknimaður í leikhúsi.