Að landa réttu starfi - Geirlaug Jóhannsdóttir

Geirlaug Jóhannsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hagvangs og býr að langri reynslu mannauðs- og ráðningum. Hún ræðir hér um hversu miklu máli góður undirbúningur skipti máli atvinnuviðtali og gefur góð ráð fyrir undirbúning slíkra viðtala. Hvernig við semjum um laun og margt fleira.  

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.