Boring but profitable, hvernig kaupir maður fyrirtæki - Steinar Þór Ólafsson

Steinar Þór hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Hann keypti nýverið steinsmiðjuna Rein ásamt félaga sínum auk þess sem hann sinnir störfum fyrir Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi sem sérfræðingur í samskiptum.  Steinar hefur auk þess starfað í markaðs- og samskiptamálum hjá flugfélaginu Play, Viðskiptaráði og Skeljungi.  Hann hefur náð miklum árangri á LinkedIn og deilir með hlustendum ráðum til þess að ná árangri þar. 

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.