Eikonomics, hugleiðingar hagfræðings með athyglisbrest - Eiríkur Ragnarsson.

Eiríkur Ragnarsson er hagfræðingur sem hefur skrifað pistla undir heitinu Eikonomics. Hann var að gefa út bók með sama heiti og er til umfjöllunar í þessu viðtali. Í þessu viðtali ræðum við fjölmargt áhugavert tengdu hagfræði, má þar nefna: Fjárfestingar á tímum Covid, Gamestop og Robinhood Á hverju maður á að fjárfesta í leiðinlegum hlutum Hvaðan þetta nafn Eikonomics kom til? Skattlagning á arfi og hver áhrifin voru þegar Dick Cheney nefndi skattinn dauðaskat...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.