Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði Fjármálatips - Sædís Anna Jónsdóttir

Sædís Anna Jónsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur á nokkrum árum losnað úr fátæktargildru og fjárhagsáhyggjum Hún er jafnframt stofnandi Facebookhópsins fjármálatips en í hópnum eru þegar þetta er ritað um 13.000 manns. Í þessu viðtali ræðum við um:Af hverju Fjármálatips hefur gengið svona velHvað hún hafi lært frá hópnum Hvað hún leggur áherslu á við uppeldi á sínum börnum Hvað hún hefði sjálf viljað læra um peninga þegar hún ólst uppHvernig kreditkort, bílalán og y...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.