Fjárfestingar og Fortuna Invest - Aníta Rut Hilmarsdóttir

Aníta Rut Hilmarsdóttir er ein þriggja kvenna sem starfa sem verðbréfamiðlarar. Starf sem hún segir vera mjög spennandi og krefjast þess að maður sé sífellt að fylgjast með mörkuðum og fréttum af þeim. Hún stofnaði fræðsluvettvanginn Furtuna Invest á Instagram í ársbyrjun 2021 ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur en þær vinna allar í fjármálageiranum. Meg­in­mark­mið Fort­una In­vest er að auka fjöl­breyti­leika á fjár­mála­markaði og stuðla að þátt­töku kvenna...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.