Hvað er eiginlega að gerast á húsnæðismarkaði? - Páll Pálsson

Páll Pálsson er fasteignasali með fimmtán ára reynslu og kemur nú sem viðmælandi í Leitina að peningunum í annað sinn. Meginumfjöllunarefni þáttarins er staðan á húsnæðismarkaði um þessar mundir, sem einkennist af litlu framboði og mikilli eftirspurn eftir húsnæði.Þar fyrir utan ræðum við: Hvaða þýðingu það hefur að fyrirvarar við tilboð í fasteignaviðskiptum séu til vandræða fyrir kaupendurHvaða hverfi eiga mesta hækkun inni miðað við önnur á höfuðborgarsvæðinuStöðuna eftir vaxtahækkun ...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.