Instagram og Extraloppan - Brynja Dan Gunnarsdóttir

Brynja útskrifaðist sem verkfræðingur árið 2011. Fyrsta verkefnið eftir útskrift var að markaðssetja íslenskt vodka og fór hún í markaðsbransann í framhaldi af því starfi. Hún ræðir hér um stofnun Extraloppunar og þær áskoranir sem fylgt hafa opnun hennar. Hvað skiptir mestu við reksturinn og hvaða mistök hefur hún gert við rekstur hennar? Og við spyrjum hvort Brynja gangi bara í notuðum fötum í dag?Við ræðum einnig samfélagsmiðla og spyrjum hvaða tekjur er hægt að hafa af þe...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.