Sjö smáskref (Baby steps) Dave Ramsey - Trausti Sigurbjörnsson

Trausti Sigurbjörnsson er 30 ára Skagamaður sem hefur lengi haft áhuga á fjármálum. Hann starfar sem kerfisstjóri hjá DK hugbúnaði. Og er fyrrverandi knattspyrnumaður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Í þessu viðtali ræðir Trausti um sín fjármál hvenær hann fór að fá áhuga á þeim og hann mun fræða okkur um Dave Ramsey. En Dave er einn þekktasti fjármálafræðingur Ameríku og eru þættir hans og boðskapur svolítil fyrirmynd af Leitinni að peningunum. Saga Dave hefst þegar hann ver...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.