Sýnileiki skapar tækifæri, tækifæri skapa færni - Andrés Jónsson

Andrés Jónsson starfar í dag sem almannatengil og ráðningarráðgjafi við fyrirtæki sitt Góð samskipti. Umræðuefni þessa þáttar er hvað fólk getur gert til að styrkja sig á vinnumarkaði, aukið tekjur sínar og náð meiri árangri. Andrés er með hlaðvarpið Ræðum það þar sem rætt um er um atvinnulífið á Íslandi úr annarri átt. Auk þess ræðum við. Hvernig uppeldi hans mótaði viðhorf hans til lífsins Starferil hans sem hefur einkennst af miklu frumkvöðlastarfi. Þegar hann st...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.