Spurt og svarað um fjárfestingar - Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa starfar sem lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur langa starfsreynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis. Már ræðir hér fjárfestingar og gefur góð ráð við ávöxtun peninga. Þetta viðtal er mjög yfirgripsmikið og nokkuð langt en hér er farið á dýptina þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum.Meðal þess sem hér er rætt Er hægt að tímasetja markaðinn varðandi kaup á hlutabréfum? Þegar Már hóf sinn starfsferil í kri...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.