Stelpur eiga ekki að tala um peninga - Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Stefanía útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2019 og hefur síðan unnið mikið með það að markmiði að spara eins mikla peninga og mögulegt er. Hún hefur náð nú þegar að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik um fjárfestingar og sparnað. Það sem hefur þó komið henni leiðinlega á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti þá fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði ...

Om Podcasten

Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.